Systrasel er snyrti- og heilsustofa sem var stofnuð árið 1998 af hjúkrunarfræðingunum Friðrikku og Eybjörgu Guðmundsdætrum. Núverandi eigandi, Halldóra Guðbjörg Jónsdóttir snyrti- og förðunarfræðingur tók við rekstrinum árið 2010 af Kaðlínu Kristmannsdóttur. Frá þeim tíma hafa bæst við allar almennar snyrtimeðferðir eins og andlitsmeðferðir, litun og plokkun fyrir augu og augabrúnir, augnhárapermanent, vaxmeðferðir, handsnyrting, fótsnyrting, húðslípun, hljóðbylgumeðferð auk margra annara meðferða.
Tæki og annar búnaður hefur verið endurnýjaður og betrumbættur.

Sérstaða Systrasels eru hin öflugu SilkLight®. endermologie líkamstæki, sem flutt voru til landsins af nokkrum húðlæknum í Smáratorgi og þeim systrum Friðrikku og Eybjörgu. Þetta eru einu tækin af þessari gerð á landinum. Endermologie meðferðin er samþykkt af bandaríska lyfjaeftirlitinu (F.D.A.) sem öflug meðferð gegn „appelsínuhúð“ (cellulite).

Endermologie er meðferð sem framkvæmd er með sérstakri vél (SilkLight®) sem myndar neikvæðan þrýsting í húðinni og eykur þannig blóðflæði til fituvefsins og teygir á bandvefsþráðum. Meðferðin er gríðarlega virk, þar sem hún  veldur allt að 30% aukningu á blóðflæði og að auki eykst sogæðaflæði umtalsvert.

Meðferðin stuðlar að auknum teygjanleika húðar, sem verður stinnari og sléttari viðkomu.
Þessi meðferð minnkar mjólkursýru í vefjum og er notuð af íþróttafólki til að minnka eymsli eftir æfingar.
Meðferðin er ætluð bæði körlum og konum og er mismunandi aðferðum beitt eftir þörfum og
ástandi hvers og eins.

Hjá Systraseli er mikið lagt upp úr faglegum vinnubrögðum og persónulegri ráðgjöf eftir heilsufars- og líkamlegu ástandi viðkomandi.

Systrasel er til húsa að Háaleitisbraut 58-60. Ef þú hefur einhverjar spurningar um meðferðirnar eða eitthvað annað sem við getum aðstoðað þig með þá vinsamlegast hafðu samband í síma: 588-6690 eða sendu okkur tölvupóst systrasel@systrasel.is

Vertu velkomin til okkar í Systrasel